Monday, January 20, 2014

mánudagur: búið og gert!

Ljúf helgi að baki, ég fór til dæmis aðeins í Litlu Prjónabúðina þar sem ég prjónaði með Lindu vinkonu minni, kynntist mörgum skemmtilegum prjónurum/heklurum og rakst á ýmsa kunningja sem gaman var að spjalla við. Ég byrjaði líka að prjóna fyrstu vísbendinguna í leynisamprjóni Isoldu Teague, segi ykkur meira frá því bráðum, og tók til í geymslunni minni sem var mjög þarft verk. Verðlaun fyrir að nenna því voru að sjálfsögðu ísferð í Valdís og svo að geta opnað geymsluna á þriggja mínútna fresti í dag til að dást að allri reiðunni og skipulaginu. Ahhh. 


Needle: 3.5 mm
Size: 6 months

Ég kláraði plómulitu peysuna handa Ósk í síðustu viku og finnst hún fara henni svakalega vel, er það annars bara ég eða bliknar blessuð peysan ekki alveg í návist þessarar fallegu stelpu? 

Varð nú svolítið leið á henni (peysunni, erfitt að fá leið á Ósk) þar sem þetta var bara garðaprjón eftir annars mjög skemmtilega útaukningu í laskakaðlinum. En ég setti undir mig hausinn og er mjög fegin því mikið finnst mér hún fín. Tölurnar fengust í Litlu Prjónabúðinni og setja alveg punktinn yfir i-ið, en peysan er ennþá það stór að það þarf að bretta upp ermar þannig að hún á eftir að duga lengi.  Ég studdist við nýju Prjónabiblíuna til að finna fallega leið til að sauma saman undir ermum og er mjög ánægð með útkomuna. Batnandi konu er best að lifa og ég ÆTLA að verða snillingur í fallegum frágangi. 





Henti líka í eitt afgangaverkefni fyrir garnbanaáskorunina góðu en fyrir valinu urðu heklaðir slefmekkir þar sem Ósk er að fá fyrstu tönnina og slefar alveg eins og óð kona. Liggur við að maður sé að hekla undan straumnum! 


Pattern: Kría eftir Tinnu Þórudóttur Þorvaldsdóttur, með smá breytingum sem ég sá á facebooksíðu hennar einhverntímann fyrir jól
Yarn: Fashion IRO dk og ýmsir afgangar
Hook: 2.5 mm



Lykillinn er að hekla frekar þétt og hafa bara 2 ll í upphafi hverrar umferðar í stað 3 ll eins og segir í sjaluppskriftinni. Ég er mjög ánægð með hvernig þetta tókst til hjá mér og gæti alveg hugsað mér að henda stundum í svona smekki til dæmis í sængurgjafir og svoleiðis. Annars er ég að pæla í að taka líka þátt í aukaáskoruninni sem er fyrir góðan málstað, endilega kíkið á það ef þið getið! Meira um það hér. Ég á alveg fullt af kambgarni ennþá sem væri fullkomið í fallegt og hlýtt teppi fyrir þá sem ekki eru jafn heppnir og litla ég (en mikið vildi ég að allir í heiminum væru jafn heppnir, ég segi það satt!).

Þar til næst - hafið það gott!

2 comments:

  1. æðisleg bæði peysan og smekkirnir, og stelpan auðvitað gullfalleg, liggur við að mér finnist það leitt að mín stelpa hafi ekkert slefað með tanntöku, hef víst enga afsökun fyrir því að gera svona smekki

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir :)
      Þú getur auðvitað alltaf gert sæt kríusjöl handa stelpunum þínum í staðinn, ég á eina kríu sem ég heklaði handa sjálfri mér og finnst það æðislegt sjal. Er sjálf með það á bakvið eyrað að gera svoleiðis handa Ósk þegar hún stækkar aðeins.

      Delete