![]() |
mynd héðan |
Ég tek reglulega bloggrúnt um handavinnuheima internetsins því það er jú svo gaman að skoða hvað aðrir garnsjúklingar um víða veröld eru að prjóna og hekla. Mér finnst reyndar íslensk prjóna- og heklblogg vera frekar fá og lítil virkni á mörgum en mín kenning er sú að prjónarar og heklarar þessa lands kjósi almennt fremur að nýta frítíma sinn til að skapa einhverja snilld úr fallegu garni en að blogga. Er það ekki? Þegar ég sjálf sest niður við tölvuna við bloggskrif læðist ósjaldan að mér sú hugsun að nú gæti maður verið að prjóna nokkrar lykkjur - maður hefði jafnvel getað verið að klára heila umferð eða tvær í stað þess að vera að þessari bloggvitleysu... ehemm. Annað sem er til í dæminu er að allt prjónið og heklið taki svo yfir heilastarfsemina að maður eigi ekkert eftir þegar loksins er sest við skrif, ég meinaða! Sit stundum bara tóm við tölvuna og man ekkert hvað ég ætlaði að blogga um, sérstaklega ef ég er nýbúin að fitja upp á einhverju skemmtilegu. Það bara kemst ekkert annað að sko. Þannig að fæð ofurvirkra íslenskra handavinnublogga á sér örugglega mjög eðlilegar (og garntengdar) skýringar.
En nóg um það! Þar sem smáttogsmátt er smátt og smátt alfarið að verða að handavinnubloggi ætla ég að uppfæra aðeins tenglalistann minn hérna til hægri þannig að á honum eru nú aðeins handavinnutengdar síður. Íslensku síðurnar fann ég flestar í gegnum frábæran tenglalista hjá þeim í Handverkskúnst, kann ég þeim bestu þakkir fyrir að hafa safnað þeim saman og fyrir að halda úti skemmtilegri, virkri, íslenskri handavinnusíðu! Mæli með henni ef þið hafið ekki kíkt þangað ennþá. Erlendu síðurnar eru þær sem ég hef fylgst með í lengri eða styttri tíma og haft sérstaklega gaman af. Endilega kommentið ef þið viljið benda á einhverjar frábær íslensk eða útlensk garnblogg sem ég er ekki búin að uppgötva sjálf :)
Hér er þetta í heild sinni:
http://hnodraroghnyklar.blogspot.com/
https://www.facebook.com/litlaprjonabudin
https://www.facebook.com/heklbok
http://prjonastelpa.blogspot.com/
Að lokum eru tvö blogg sem eru kannski ekki beint handavinnublogg en ég held mikið upp á vegna þess hvað myndirnar eru fallegar og hugmyndafræðin yndisleg (þar er þó oft að finna fallegt og skemmtilegt prjón, tek það fram!). Annað er hið íslenska http://elskulegt.blogspot.com/ sem Dúdda snillingur heldur úti og hitt hið bandaríska http://frontierdreams.blogspot.com/ sem Nicole Spring Waldorfmamma með risahjarta hefur staðið fyrir í sjö ár. Þessi tvö blogg gleðja alltaf bæði augun og sálina <3
Svo gott að sjá þig í dag, elsku besta. Tökum fleiri svona daga í allra nánustu framtíð.
ReplyDeleteMig langar líka að mæla með þessu bloggi hér: http://knittingmydayaway.com/
Sömuleiðis, þetta var alveg frábær stund. Svo þurfum við auðvitað að hafa lærdómshittnga líka bráðum!
Deleteakktaf gaman að rekast á fleiri íslensk handavinnublogg (ég reyndar blogga á ensku) :) ef þú skilur norsku, þá á ég 2 uppáhalds norsk blogg http://www.meretesmonstermonster.blogspot.com/ og http://tovrange.blogspot.com/ og svo er ég mjög hrifin af danska blogginu http://greencamijo.blogspot.com/
ReplyDeleteTakk fyrir þessar ábendingar, líst vel á þessi norsku blogg. Og var heldur ekki búin að uppgötva þitt, verður gaman að fylgjast með þínu fallega prjóni og hekli :)
DeleteJi takk fyrir hlý orð! :-)
ReplyDelete