Tuesday, December 10, 2013

bara smá




Ég var nú ekki lengi að svíkja loforðið um aukna bloggvirkni en það á sér reyndar alveg eðlilegar skýringar. Við mægður lentum í brjóstagjafaveseni sem átti tíma minn og athygli svotil óskipta í næstum hálfan mánuð og ég er bara fyrst núna farin að hugsa um eitthvað annað (afsakanir, afsakanir...) en það þýðir jú að loksins get ég dregið fram myndavélina og tölvuna af heilum hug. Mitt í öllu mjólkurstandinu snaraði ég fram fjórum litlum jólarósum til að skreyta aðventukransinn með, ég ákvað að nenna ekki að stífa þær en uppskriftin kemur úr Þóru - heklbók og er þar sem bókamerki. Mjög ánægð með þennan einfalda krans. Þarf samt að passa súper vel að gleyma ekki að slökkva a kertunum því garnið er auðvitað mjög eldfimt. 

Annars eru bara jólagjafir og aftur jólagjafir í vinnslu hérna. Ég gerði mér grein fyrir því að desemberáskorunin mætti ekki ræna dýrmætum jólagjafatíma og því verður verkefnið sett í jólapakka, ætla að hekla sæta hexagonpeysu úr kambgarnsafgöngunum mínum og reyna bara að hafa hana sem litríkasta. Eina verkefnið þessa dagana sem ekki er til jóla er sæta plómupeysan á Ósk sem ég svo píndi sjálfa mig til að setja ofan í skúffu um helgina þegar ég áttaði mig á því að nú eru ekki nema tvær vikur til stefnu...
Ekkert stress. Bara smá. 

No comments:

Post a Comment