Pattern: Hue, vanter og krave by Lene Holme Samsøe
Published in: Babystrik på pinde
Yarn: Geilsk Bomuld og uld
Needles: 2,5 mm og 3 mm
Ég mundi allt í einu í síðustu viku að ég átti alveg eftir að gera verkefni úr afgöngum eða birgðum fyrir febrúarmánuð. Góðgerðateppið var í raun aukaáskorun og ekkert febrúarverkefni enn á prjónunum. Mig hafði lengi langað að gera lítinn kraga á Ósk svo hún þurfi ekki alltaf að vera með lambhúshettu og átti einmitt uppskrift af einum í Babystrik pa pinde og yndislegan bómullar/lambsullarafgang frá Geilsk síðan ég prjónaði röndóttu peysuna hans Úlfs síðasta sumar. Tölurnar keypti ég í Ömmu mús í haust þegar Ósk var alveg glæný og mér fannst þær svo tilvaldar á eitthvert krúttustykki handa henni. Kraginn er í stærð 6-12 mánaða og er svolítið stór á hana ennþá, meira eins og herðaslá reyndar, en voða hlýr og mjúkur og sætur. Svo varð hún 6 mánaða í gær þannig að ætli þetta verði ekki farið að passa bara alltof fljótt *andvarp* Já, tíminn líður!
Dásamlegur kragi á dásamlega stúlku! :)
ReplyDeleteTakk - það finnst mér einmitt líka :)
Delete