Pattern: Follow Your Arrow MKAL by Ysolda Teague
Clues: BBBAA
Yarn: Yaku superwash wool
Needles: 4.0 mm
Loksins, loksins kláraði ég leynisjalið og þegar ég tók það af prjóninum var það svona fimm sinnum flóknara og flottara en ég hafði haldið. Rosalega ánægð með útkomuna, það er svo fínt og hlýtt og mjúkt og alveg einstakt líka. Þetta var fyrsta leyniprjónið og fyrsta samprjónið sem ég tek þátt í og mér fannst þetta mjög gaman, alltaf spennandi að bíða eftir nýrri vísbendingu og sjá hvernig sjölin hjá hinum komu út. Tek alveg bókað þátt í svona aftur. Ég sé það líka eftir á að ég hefði sennilega aldrei þorað að prjóna svona flókið sjalmunstur, hefði bara ekki treyst mér í það. Nú veit ég að ég fer léttilega með það og er strax farin að plana næsta sjal. Af þessu má læra að leyniprjón getur hjálpað manni að komast yfir ranghugmyndir um eigin vankunnáttu :) Ég sé ekki fram á að taka þetta sjal neitt af mér á næstunni. Og nú er ég líka strax byrjuð að efna prjónaáramótaheitið um að gera meira á sjálfa mig. Prjónasjálfselska má alveg vera komin til að vera mín vegna ef ég verð svona ánægð með allt sem ég geri handa mér!
Þetta er ótrúlega fallegt sjal og flottar myndir!
ReplyDeleteÁfram sjálfselskan :)
Takk :) Sjálfselskan er doldið málið fyrir mömmur!
DeleteVá æðislegt!
ReplyDeleteTakk!
DeleteVá en fallegt, kom á bloggið þitt í gegnum Handóða heklara. Fallegt blogg :)
ReplyDelete