Það var að koma út nýtt Pom Pom blað! Ég skoðaði það í Litlu Prjónabúðinni síðasta fimmtudag og langar svona nokkurn veginn að prjóna hverja einustu flík (úff). Ég er reyndar nú þegar að vinna í Morganite peysunni minni og þó ég sé aaaalveg að verða búin með bolinn býst ég ekki við að fitja upp á neinu af þessu á næstu dögum. En kannski næstu vikum...
Myndirnar eru fengnar af heimasíðu Pom Pom og eru allar úr nýja blaðinu, þar er líka hægt að kaupa vorblaðið, sem og eldri eintök, og lesa allskonar skemmtilegar prjónafréttir. Varúð - gæti valdið valkvíða!
No comments:
Post a Comment