Tuesday, November 19, 2013

koma vetrar




















Þótt veturinn sé kannski sú árstíð sem fylgir hvað mest veðurtengt vesen er hann einmitt allra notalegasta árstíðin að mínu mati. Ég er því bara ánægð með veður og færð undanfarna daga. Tek það þó fram að þar sem ég er alin upp í talsverði hæð yfir sjávarmáli norður í landi finnst mér reykvískir vetur yfirleitt frekar nettir og jafnvel klénir á köflum. Veturinn er fyrir mér og fremst frábær bóka, vínyl og garntími, svo ekki sé minnst á te- og kaffidrykkju (ég er algjörlega háð kaffinu hjá þeim á Reykjavík Roasters uppi á Kárastíg) og svo langa, frískandi göngutúra og skemmtilegar sleðaferðir og útileiki með syninum. Njótum vetursins og látum fallegar myndir af internetinu fylla okkur innblæstri!


Eitt að lokum. Ég er í miklum rannsóknarhug þessa dagana og beinist forvitni mín helst að því hversu mikið af frábærum prjóna- og handavinnubloggum er að finna í netheimum. Flest eru þau erlend þótt skemmtileg íslensk blogg leynist líka inn á milli. Hugmyndin hjá mér er að niðurstaða þessarar rannsóknarvinnu verði heljarlangur tenglalisti hér á blogginu, ykkur til fróðleiks og skemmtunar. Ég rakst t.d. á frábæra samantekt af húfuuppskriftum (smellið á mynd) sem allar gætu komið sér vel í nú um mundir...

No comments:

Post a Comment