Sunday, July 28, 2013

ævintýraleg ferð að Hvaleyrarvatni












Við erum svo heppin að eiga frábæra vini í Hafnarfirði, þau Bergrúnu (sem á Óskalistabloggið fína), Andra og Darra Frey og þar sem heimsókn hafði lengi staðið til var ákveðið að við myndum kíkja öll saman upp að Hvaleyrarvatni sem er bara nánast í bakgarðinum hjá þeim. Veðurblíðan var með eindæmum og þarna var mikil "útlandastemming" með hálfnöktum börnum að baða sig og hálfnöktum foreldrum að sóla sig. Úlfur var alsæll með vatnsbuslið og það er ljóst að þarna þarf maður að koma aftur. Síðan ég flutti til Reykjavíkur fyrir næstum tíu árum hef ég verið ógurlega léleg að skoða náttúruna og nærumhverfið hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það stendur til bóta og ég mæli með ævintýraferð að Hvaleyrarvatni :) 

1 comment:

  1. :) dásamlegur dagur! takk innilega fyrir samveruna, hittumst aftur sem fyrst <3 (virkar ekki að kommenta undir wordpress notendanafninu.. spes)

    ReplyDelete