Mig hlýtur að vera farið að lengja eitthvað eftir vorinu, því ég sogast svo að litum þessa dagana. Finnst allt litríkt vera fallegast og best og tek ekki einu sinni eftir garndokkum sem ekki eru í lit. En litir gera jú lífið svo miklu skemmtilegra þannig að ég tek þessum hörguleinkennum náttúrulitanna í marsgrámanum fagnandi og hekla sumargollu á Ósk úr sólgulu garni. Peysan sú er frumraun mín í uppskriftagerð og henni verða gerð góð skil hér síðar. Bestu kveðjur þangað til - vonandi fer nú vorið að sýna sig meir og meir.
such inspirational photos! i hope your spring comes soon.
ReplyDelete