Sunday, September 22, 2013

þessi líka fíni trefill og áskorun næsta mánaðar



Mér tókst það! 
Áskorun septembermánaðar er afgreidd - þessi líka fíni trefill sem er mjög hlýr og mjúkur. Uppskriftin var Stuðlaberg úr Þóru - heklbók og ég kláraði allt garnið, hvern einasta sentimetra. Þetta var nú reyndar alveg hrikalega auðvelt og fljótlegt verkefni en mér finnst það ekki koma niður á afrakstrinum og hef ekki notað neitt annað um hálsinn síðan ég kláraði. Ég er ekkert rosalega dugleg að prjóna og hekla handa sjálfri mér en mætti kannski vera duglegri miðað við hvað mér finnst gaman að ganga í eigin framleiðslu.


Ég stefni á örlítið flóknara verkefni fyrir októberáskorunina en það eru sætir barnavettlingar sem hún Hildur Ýr, önnur áskorunarkvenna á Hnoðrum og hnyklum, setti saman uppskrift að og kallast þeir Litlar stjörnur. Mjög fallegt munstur og sannkallað afgangaverkefni. Ég á einmit fullt af fínu kambgarni og ætla að nota tvo græna, einn bleikan og einn rauðan lit. Þar með er það opinbert og megi októberprjónið (bráðum) hefjast!

1 comment:

  1. Hann er frábær! Ég er búin að setja allt inn á facebook frá þér og ætla að senda Tinnu Þ. tengil á þetta blogg. Hlakka til að sjá Litlu stjörnurnar í þessum æðislegu litum :)

    ReplyDelete