Thursday, August 15, 2013

föndur í ólátagarði









Kíktum í föndurheimsókn í Ólátagarð um daginn og skemmtum okkur konunglega. Margt rosalega fallegt til sölu þar líka; föndurvörur, leikföng og skreytingar. Ég féll fyrir litríkum textílkúlum sem hægt er að raða saman sjálfur utan um seríur en fengi sennilega algjöran últravalkvíða ef ég ætti að velja úr öllum fallegu litunum sem voru í boði. Úlfur lék sér lengi í barnahorninu meðan ég skoðaði allt skemmtilegu föndurpakkana sem hægt er að kaupa og græja sjálfur heima, t.d. dúkkuhús, og svo keyptum við okkur einn klukkutíma i vinnuaðstöðunni. Afraksturinn er á neðstu myndinni en mínum manni þótti mesta sportið að fá að klippa sjálfur með skærum og hefði glaður unað við það allan daginn, algjörlega án þess að búa neitt til. Hér er heimasíða Ólátagarðs en heimsókn í verslunina sjálfa er að mínu mati alveg þess virði.

No comments:

Post a Comment