Monday, June 3, 2013

yndisleg helgi



Myndabrosið þessa dagana!

Þessir hlupu 21 km og voru að vonum kátir. 

"Rosalega ertu duglegur, pabbi minn, flott hjá þér" sagði Úlfur þegar Oddur kom í mark. 

Algjörlega yndisleg helgi í Mývatnssveit að baki. Nutum veðurbliðunnar, borðuðum góðan mat og knúsuðum fjölskyldu og vini. Hápunktur ferðarinnar var þegar Oddur og Jónas hlupu hálfmaraþon í Mývatnsmaraþoninu. Þeir stóðu sig ótrúlega vel og að hlaupi loknu fórum við öll að sjálfsögðu í Jarðböðin og fengum okkur svo pizzur á Daddi's... fullkomið! Úlfi fannst reyndar fullmikil slökunarstemming í lóninu og var hálfsvekktur að þar væri ekki rennibraut og barnalaug, haha. Við leystum bara úr því daginn eftir með stoppi í Akureyrarsundlaug, unga manninum til mikillar gleði enda engin leið að telja hversu margar ferðir hann fór í rennibrautina. 

Við höfðum ekki farið út úr bænum síðan um jólin þannig að þetta var sannarlega kærkomið frí - gefur góðan tón fyrir sumarið sem ég vona að eigi eftir að luma á mörgum skemmtilegum ferðalögum. 

No comments:

Post a Comment