Sunday, April 6, 2014

annað leynisjal





Ég lét nýlega tilleiðast (þurfti reyndar ekki miklar fortölur) að vera með í öðru leynisamprjóni, að þessu sinni eftir uppskrift Romi Hill sem hefur hannað margar fallegar flíkur og ekki síst sjöl. Þetta samprjón er einmitt sjaluppskrift og er höfð tvílit með ansi miklu blúnduprjóni. Ég ákvað að gera svolítið vel við mig og prófa að prjóna úr Juno garninu sem fæst í Litlu Prjónabúðinni, svakalega mjúkt og lipurt merínógarn sem er handlitað og litirnir eru sjúúúklega flottir. Mínir litir heita Canopy og Deep Sea og þeir minna mig helst á litapallettuna í mörgum verkum Kjarvals. Ég hlakka rosalega til að fara að ganga með þetta sjal og hamast við að prjóna. Það skemmtilegasta af öllu er þó að í nýjustu vísbendingunni, sem er sú þriðja af fimm, er smá kaðlaprjón sem ég er einmitt nýbúin að læra og leiðist ekki að fá að æfa mig í!

No comments:

Post a Comment