Þegar við fórum á lífræna grænmetismarkaðinn í Engi um fyrir nokkrum vikum keyptum við m.a. glæsilega myntuplöntu sem hefur svo lifað góðu lífi í gluggakistunni okkar síðan og borið af sér mörg ilmandi myntulauf. Okkur finnst rosalega gott að láta myntulauf liggja í soðnu vatni, það er eitthvað besta te sem ég hef smakkað. Um helgina áttum við afgang og ákváðum að prófa að gera íste, settum bara smá hunang og kældum og drukkum svo með fullt af klaka. Dásamlega gott, þið verðið að prófa!
No comments:
Post a Comment