Tuesday, June 11, 2013

sveitaferð með skógræktarívafi









 Fórum í frábæra sveitaferð með vinnufélögum Odds á laugardaginn var. Þótt sólin léti ekki sjá sig og vindar blésu var hlýtt og bara hressandi að vera úti að gróðursetja tré (og taka myndir). Við kíktum líka á Landgræðslusetrið í Gunnarsholti, þar sló rauður traktor algjörlega í gegn en aðspurðum fannst Úlfi samt skemmtilegast að handleika fræin sem voru til sýnis. Ég ætlaði aldrei að ná honum í burtu frá þeim og datt helst í hug atriðið í kvikmyndinni Amélie um hversu notalegt sé að stinga höndinni ofan í sekk fullan af baunum...

No comments:

Post a Comment