Framundan er langþráð yfirhalning á svefnherberginu okkar, við ætlum að mála og skipta um rafmagnsdósir og ljós, festa upp lampa og setja upp nýjar gardínustangir. Oddur er líka að pæla í að lakka gluggann og svo ætlum við að festa upp hillur og raða aðeins upp á nýtt þarna inn svo hægt sé að koma nýju barni fyrir með góðu móti. Mikið hlakka ég til að fá að raða öllu inn þegar búið er að mála og græja - þá kemur sér vel að hafa safnað góðum hugmyndum á Pinterest!
Ein af bestu hugmyndunum sem ég hef fundið þar og ætla sennilega að hrinda framkvæmd er svona DIY ósýnileg bókahilla. Ég þarf nefnilega að fórna náttborðinu mínu á altar plássleysisins en einhversstaðar verð ég að geta lagt frá mér bækur, vatnsglös og haft næturgjafa-uglulampann minn... held að svona lítil bókahilla á veggnum við hliðina á rúmstokknum gæti verið fullkomin lausn. Meira síðar - og myndir :)
No comments:
Post a Comment