Friday, June 7, 2013

agnarsmá peysa





Í gær kláraði ég loksins að þvo, pressa og festa snúrur á þessa pínulitlu peysu. Hún er ætluð barninu mínu sem á að koma í heiminn í ágúst og ég er ánægð með að vera búin með hana svona snemma því þá get ég dundað mér við að prjóna sokka og húfu og kannski jafnvel vettlinga og buxur til að hafa með (sjáum til hvað ég nenni). Ég notaði alpaca garn og það fór bara rétt rúmlega ein dokka í stykkið - hún er mjög lítil! Uppskriftin er í Stóru prjónabókinni og er virkilega einföld þótt útkoman líti út fyrir að vera rosa flókin. Svo er þetta ekkert smá skemmtilegt, held að þetta sé eitt skemmtilegasta prjónaverkefni mitt til þessa. 

Góða helgi!

No comments:

Post a Comment